Lindýr stjórnmálanna

Punktar

Ef Samfylkingin væri dýr, mundi hún ekki vera hryggdýr. Hún er lin, eins og aðrir krataflokkar. Alltaf reiðubúin til að gefa eftir. Erfið í samstarfi, en makkar alltaf rétt að lokum. Vælir um kosningar, en samþykkir svo engar kosningar. Vælir um endurreisn, en samþykkir svo framhald brennuvarga. Vælir um Davíð, en leyfir honum svo að skandalísera áfram. Þegar á reynir, fylgir hún Ingibjörgu Sólrúnu og óbreyttu stjórnarsamstarfi. Þar sem allt er áfram nákvæmlega eins og það var fyrir hrun. Og enginn axlar neina ábyrgð, allra sízt Samfylkingin. Hún er einskonar lindýr stjórnmálanna.