Lindin þornaði

Punktar

Svo langt sem ég man hefur verið veitt mun meira en Hafró vildi. Þar á meðal af þorski, sem nú er orðinn svo sjaldséður, að skerða þarf veiði. Auk veiða umfram ráðgjöf voru opnuð göt á kvótakerfið til að hygla þeim, sem hæst vældu. Samanlagt hefur kerfið alla tíð leyft langtum meiri veiði en skynsamlegt var. Núna súpum við seyðið af tryllri ásókn okkar í auðlindir sjávarins. Við höfum aldrei kunnað okkur hóf. Við mokum og mokum, unz lindin er þurr. Þannig hefur þetta ætíð verið í hinum þjóðlegu atvinnuvegum sjávarútvegs og landbúnaðar. Þar vottar hvergi fyrir sjálfbærri hugsun.