Límið er horfið

Punktar

Nýjustu skoðanakannanir sýna hugarfarsbreytingu í Bandaríkjunum. Fólk er hætt að trúa á ameríska drauminn. Aðeins 16% trúa, að börn sín muni hafa það betra en foreldrarnir. 34% búast við svipuðum kjörum. En helmingur þjóðarinnar býst við versnandi kjörum í náinni framtíð. Það versta er, að þessi helmingur hefur rétt fyrir sér. Langvinnt stjórnarfar hins sterka á kostnað hins veika hefur látið þá ríku margfalda auð sinn. En fátækt fólk kemst ekki lengur af, þótt það hafi vinnu. Miðstéttafólk hefur engar eða vondar sjúkra- og ellitryggingar. Límið er horfið úr bandarísku þjóðfélagi.