Kenneth Rogoff prófessor við Harvard í Bandaríkjunum segir í viðtali við Spiegel um helgina, að liðinn sé sá tími, að laun voru fastur hluti af landsframleiðslu. Í nokkur ár hafi hlutur launa lækkað. Lífskjör hinna lægst launuðu hafi raunar rýrnað. Hann segir þetta stafa af óheftu auðvaldi og græðgi forstjóra, sem með annarri hendi reki þúsundir úr vinnu og taki með hinni milljónir dala í eigin vasa. Hann segir þetta ekki vera sjálfbært kerfi og að spár Karls Marx séu að rætast seint og um síðir. Eins og margir aðrir telur hann, að límið sé nú að hverfa úr vestrænu samfélagi.