Líkist Loðvík fjórtánda

Punktar

Benedikt Jóhannesson líkist Loðvík 14, sem sagði: Ríkið, það er ég. Af og til fær Benedikt lélegar hugmyndir, sem honum finnst svo frábærar, að hann lýsir yfir, að þær verði framkvæmdar. Þannig talaði hann um afnám tíuþúsund króna seðla, eins og það væri ákveðið. Dró svo allt til baka, þegar almenn andstaða kom í ljós. Vinnubrögð Benedikts eru ekki í lagi. Hann þarf að gera sér grein fyrir lögmætu ferli breyttrar seðlaútgáfu. Ekki tala eins og franskur einvaldskóngur. Kannski stafar fum Benedikts að einhverju leyti af þekktri rökleysu. Hún felst í að fólk ruglar saman sögnunum að segja og að gera. Það heldur að nóg sé að tala og tala.