Stofnendur ferðabókaflokkanna Lonely Planet og Rough Guides hafa ákveðið að taka undir með þeim, sem hvetja fólk til að ferðast minna í flugi af tillitsemi við umhverfið. Þeir vilja, að fólk fari minna í snöggar ferðir og dveljist í staðinn lengur á hverjum stað. Hér eftir munu allar útgáfur bóka þeirra birta viðvörun um mengun af völdum flugvéla. Fyrirtæki þeirra munu gefa stórfé til umhverfismála. Ennfremur hafa þeir tekið undir kröfuna um mengunarskatta á flugfarseðla, sem Bandaríkin og Evrópusambandið eru að reyna að banna í fundarsölum að tjaldabaki.