Lífshættulegasti ráðherrann

Punktar

Kári Stefánsson segir réttilega í dag, að Björt framtíð þurfi að losa þjóðina við hræðilegan heilbrigðisráðherra. Grein Óttars Proppé í dag staðfestir orð Kára. Stefna Proppé er beinlínis skelfileg og veldur mannslátum á hverjum degi. Skorið er niður í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega Landspítalanum, en tveir milljarðar lagðir til hliðar til að efla einkavinavæðingu. Proppé laug 100% fyrir kosningar og jafnvel eftir kosningar, en gerir ekkert núna. Lítur á nefndir og pappíra sem framfarir í heilbrigðismálum. Nefndir og pappírar lækna engan, en það gera læknar og hjúkkur. Proppé er sennilega lífshættulegasti ráðherra landsins á þessari öld.