Lífshætta: Visa, Vís og Sos

Punktar

Hver ferðamaðurinn á fætur öðrum lýsir raunum sínum í samskiptum við Visa. Það virðist vera stórhættulegt að veikjast eða slasast í útlöndum með kort frá Visa. Það stafar af, að Visa vísar á tryggingafélagið Vís og Vís vísar á Sos, skaðræðisfyrirtæki í Kaupmannahöfn. Ferðamenn gera þau mistök að láta einn vísa sér á annan. Í stað þess að ræða eingöngu við samskiptaaðila sinn, í þessu tilviki Visa. Ef Visa selur þér plastkort áttu að ræða við Visa um aðsteðjandi vanda. Ekki láta etja þér í hringavitleysu. Ekki tala við Vís eða Sos, sem blaðra í hringi. Láttu Visa hengjast í samningi sínum.