Lífseigir græðgiskarlar

Punktar

Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, virðist komast upp með að ögra Fjármálaeftirlitinu. Réð sem framkvæmdastjóra manninn, sem eftirlitið rak úr skilanefndinni. Afhjúpaði eftirlitið sem pappírstígrisdýr. Grófara getur það ekki verið. Árni er maður með svarta fortíð. Var bankastjóri Búnaðarbankans, er bankinn lánaði Björgólfsfeðgum þrjá milljarða til að kaupa Landsbankann. Annar lífseigur græðgiskarl úr fortíðinni og kúluprins að auki er Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings. Fékk lögbann á sannleikann. Hlaut af því ákúrur bankaráðs, en lafir samt eins og Árni. Lífseigir græðgiskarlar.