Lífrænt ræktuð mjólk

Punktar

Lífrænt er þýðing orðsins bíólogískt. Að baki er hugmyndafræði um, hvernig rækta skuli mat. Sérstakar vottunarstofur votta, hvort tiltekin ræktun sé lífræn. Þannig verður hér til “lífrænt ræktuð mjólk”. Er þá vísað til fóðurs kúnna. Einnig er til orðið vistvænt um ræktun. Það er orð, sem búvörukerfið notar um íslenzka ræktun. Til dæmis að baki mjólkur. Einnig sú ræktun er vottuð og þá af kerfinu sjálfu. Þetta eru tvö af ýmsum dæmum um samsett orð, er fá sértæka, hliðraða merkingu, því þau hafa um áratugi verið þannig notuð. Eiður Guðnason málfarslögga á ekki að ræða slík mál af vanþekkingu.