Stórmarkaðir í Bandaríkjunum leggja aukna áherzlu á lífræna vottun. Fyrirtæki, sem áður unnu einkum að vottun lífrænnar framleiðslu í landbúnaði, sinna í auknum mæli vottun á dreifingu og sölu slíkrar vöru. Stórmarkaðir eru farnir inn á þessa braut til að efla traust neytenda og bæta stöðu sína á markaði. Dennis Blank segir frá þessu í New York Times. Í Bandaríkjunum og Evrópu er eingöngu lögð áherzla á lífræna (organic) vottun, sem lýtur miklu strangari reglum en svokölluð vistvæn vottun, er íslenzka landbúnaðarkerfið hefur stofnað til og reynir að efla á kostnað vistvænnar.