Lífeyrissjóðirnir þurfa að gæta sín í samningum við ríkið um fjármögnun gjaldeyris. Ríkið er ekki eins traustur aðili og áður, síðan það fórnaði níutíu milljörðum í Glitni. Þar koma fleiri gjalddagar, ríkið borgaði of mikið. Sjóðirnir hafa þegar sagt, að þeir ætli sér ekki að draga hluthafa að landi. Og að þátttaka þeirra sé aðeins hugsuð sem hluti af stærra dæmi. Þeir mega ekki fórna 100 milljörðum af sparifé fólks til að hjálpa Geir að pissa í skóinn. Allra sízt mega þeir taka þátt í hlutafjáraukningu bankans með aðvífandi græðgiskörlum. Við höfum í bili fengið upp í háls af þeim.