Lífeyrir skorinn upp

Punktar

Lífeyriskerfið er ónýtt og bíður skurðaðgerðar. Siðblindir og ábyrgðarlausir bjálfar sitja þar með húfurnar sínar undir sjálfvirkum peningafossi. Um leið hefur ríkið smám saman hirt almennan lífeyrisrétt af sjóðfélögum. Bezt er að sameina sjóðina og skipta súpunni í tvennt. Annars vegar fari samtryggingin í ríkislífeyrissjóð og hins vegar fari lífeyrissparnaður á lífeyrisreikninga í bönkum og sparisjóðum, sem verði undir ströngu eftirliti, helzt erlendu. Hætt er við, að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi ekki kjark til að fara í slíka skurðaðgerð. Hagsmunir bófa í stjórnum sjóðanna eru of sterkir.