Henry C. Kelly, forseti samtaka bandarískra vísindamanna, segir í grein í New York Times, að Bandaríkin séu mjög illa búin undir lífefnahernað. Hann segir, að fárið út af póstlögðum miltisbrandi sé dæmi um, hvað geti gerzt. Raunar sé vafasamt, hvort sé alvarlegra, sjálf ógnun lífefnahernaðar eða viðbrögð stjórnvalda við slíkri ógn. Hann hvetur líffræðinga til að fara gætilega með ýmis sýni.