Lifa á metan og vetni

Punktar

Science Daily segir frá rannsóknum á hverum, sem fundust á hafsbotni á Atlantshafshryggnum fyrir tveimur árum, þar á meðal á 60 metra háum turni, sem spýr heitu lofti með metan og vetni. Þar eru lífverur, sem lifa á þessum efnum og telja sumir það vera frumstig lífs á jörðinni. Framhaldsrannsóknir á hverunum eru nú að hefjast.