Samkvæmt fréttablaðinu Spiegel var leyniskjal um Afganistan í umferð á fundi Nató í Búkarest. Í skjalinu er gert ráð fyrir aðdraganda að brottför hernámsliðsins. Skjalið varð til að frumkvæði Þjóðverja, sem hafa lengi dregið lappirnar. Hernámið er mjög óvinsælt í Þýzkalandi og sætir andstöðu í þýzka sambandsþinginu. Sérstaklega fer í taugarnar á þingmönnum, að ekki eru nothæf markmið í gangi. Engin vegakort eru til um framvindu málsins. Þeir vilja koma upp skilgreindum markmiðum og vegakorti til brottfarar liðsins. Í skjalinu er gert ráð fyrir minni væntingum en áður voru.
