Leynisátt fjórvelda

Punktar

Fjórveldafundi Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Rússlands og Sameinuðu þjóðanna lauk í Washington í gær án þess að birt væri sameiginleg niðurstaða fundarins um nýtt vegakort friðar í Palestínu. Efnislega er komið samkomulag fjórveldanna um þriggja ára ferli og sjálfstæði Palestínu, en af tillitssemi við Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vilja Bandaríkin ekki, að það sé birt opinberlega fyrir kosningarnar í Ísrael í lok janúar. Hinir aðilar samkomulagsins telja ekki hægt að fara í stríð við Írak fyrr en niðurstaðan hafi verið birt. Raunar er þetta deila um keisarans skegg, því að niðurstaðan hefur þegar lekið til fjölmiðla og Steven R. Weisman segir frá henni í New York Times í dag. Því er líklegt, að stríðið við Írak hefjist ekki fyrr en eftir kosningarnar.