Leyndarmál bófaflokksins

Punktar

Sí og æ heyri ég fréttir af misheppnuðum tilraunum þingmanna stjórnarandstöðunnar til að fá að sjá gögn, sem máli skipta. Ráðherrar og embættismenn þverskallast við að sýna leyndarskjöl. Þekktasta dæmið núna er uppreist æru helzta barnadólgs landsins, Roberts Downey, áður Róberts Árna Hreiðarssonar. Ekki fæst gefið upp, hver var hin „eðlilega meðhöndlun“ málsins. Hverjar voru forsendurnar. Hverjir voru hinir „valinkunnu meðmælendur“ Róberts. Þarna er mikill þagnarmúr ráðherra og embættismanna Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson faldi sig í sex vikur og kenndi að lokum látnum ráðherra um skandalinn. Enn er skrítna ærumálið leyndó.