Mörður Árnason alþingismaður segir flutning 82 tonna af frystu hvalkjöti hafa kostað 112 milljónir króna í fyrra. Ekki kemur fram, hvort þar sé líka geymslukostnaður á kjötinu í Japan. Það lá þar lengi óselt í frystiskemmu. Í skýrslum kemur fram, að útflutningsverðið nam bara 95 milljónum. Kristján Loftsson, útflytjandi hvalkjöts, segir þetta rangar tölur, en upplýsir hins vegar ekki, hverjar séu réttar. Það er einmitt algengt í íslenzkri pólitík að vefengja skráðar tölur. En koma ekki með réttar í staðinn, því að þær séu leyndó. Sjávarútvegsráðuneytið segist senn birta allar tölur í þessu máli.