Leynimakk um Orkuveituna vekur ekki traust. Stofnunin hefur verið staðin að undarlegu fjármálavafstri, sem samræmist ekki borgarstofnun. Innan hennar hafa risið embættismenn, sem vilja braska og hafa rífandi tekjur fyrir sjálfa sig. Með stuðningi pólitískt skipaðrar stjórnar. Orkuveitan hefur verið staðin að skrítnum samskiptum, sem flokkast undir mútur, samanber Ölfushrepp. Það er eins og stofnunin sé á kóki. Svo er fréttum lokað, þegar stýrihópur hyggst lækna sjúklinginn. Minnihlutinn lekur auðvitað sérvöldum atriðum og grunsemdir magnast. Meirihlutinn getur brennt sig illa á málinu.