Leynd um Natófund

Punktar

Forseti Bandaríkjanna og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins héldu fund í Washington í gær. Halldór Ásgrímsson telur, að þar hafi Bush sagt Scheffer að til stæði að nútímavæða varnir Íslands. Það er auðvitað leyndó, hvernig Bush ætlar að nútímavæða, enda telur hann væntanlega, að það komi Íslandi ekki við, ekki frekar en brottför hersins kom Íslandi við. Úti í heimi eru valdamenn í hermálum að ráðskast einhliða með varnir Íslands án þess að neinn íslenzkur ráðherra komi þar nærri. Því litla, sem ráðherrar vita, halda þeir leyndu fyrir þjóðinni eins lengi og þeir geta.