Leynd og einkalífs-þráhyggja

Punktar

Slúðrið um Dominique Strauss-Kahn er komið upp á yfirborðið. Sjáið greinar í Independent og Guardian um fortíð hans. Blaðakonan Tristane Banon lýsir harðvítugri nauðgunartilraun. Þingmaðurinn Aurelie Filepetti segir, að hún passaði að vera aldrei ein í herbergi með honum. Hann var frægur fyrir ofbeldishneigða kynlífsþrá. Er hann varð forstjóri, varaði álitsgjafinn Jean Quatremer við, að órar hans mundu ekki líðast vestra. Án skjóls af franskri leyndarhyggju og einkalífs-þráhyggju.