Við þurfum ekki að halda uppi gengi krónunnar. Enn síður þurfum við lán upp á hundruð milljarða til að halda gengi hennar uppi. Við getum ekki eytt allri orku okkar í krónuna. Nær er að gefa út næga seðla til að halda uppi viðskiptum innanlands. Og koma upp jafnvægiskerfi milli útflutnings og innflutnings á vöru og þjónustu. Þannig að við eyðum í hverjum mánuði ekki eins miklu og við öflum. Þá má okkur vera sama um, hvert sé krónugengið. Leyfum krónunni bara að gossa eins og hún vill. Einhvern tíma löngu síðar getum við svo reynt að losa okkur við hana. Þegjandi og hljóðalaust.