Í viðureigninni við hrunbófa er brýnt að frysta eignir þeirra. Þar með er ekki hægt að koma þeim undan meðan málin eru í vinnslu. Því vopni hefur verið beitt hér, en í afar litlum mæli. Líklega eru lögin hér meira skrifuð í þágu bófa en lögin í Luxembourg, meira davíðsk. Sérstakur saksóknari hefur greiðari aðgang að frystingu eigna þar en hér. Eignir fjölda manna hafa verið frystar í Luxembourg, þar á meðal eignir Hreiðars Más Sigurðssonar Skúla Þorvaldssonar og Magnúsar Guðmundssonar. Merkilegt er, að eftir hrun hefur ekki verið hróflað við davíðskum reglum, sem takmarka eignafrystingu.