Lestarstöð frjálslyndra

Punktar

Guðjón Arnar Kristjánsson er bjartsýnn maður. Frá upphafi hefur Frjálslyndi flokkurinn verið eins konar lestarstöð, þar sem menn koma og fara. Að þessu sinni hafa flestir málsmetandi menn sagt skilið við flokkinn. Guðjón Arnar er hinn hressasti og segir mann koma í manns stað. Eflaust er það rétt hjá honum. Samt telur hann sig þurfa að halda aðalfund flokksins í kyrrþey, svo að fólk ómaki sig ekki þangað. Skoðanakannanir gefa flokknum litla von um þingmenn. Guðjón Arnar hefur mátulega mikla bjartsýni til að stjórna afskekktri og fáfarinni lestarstöð.