Ajad Allawi, forsætisráðherra leppstjórnar Bandaríkjanna í Írak, hefur ekki gengið vel í þingkosningunum. Sameinaður listi Sjítaklerksins Ali Sistani, verður langstærsti flokkurinn á þingi og mun vilja fá forsætisráðherrann, sennilega í bandalagi við Kúrda, sem fá þá forsetann. Herstjórn Bandaríkjanna mun hér eftir sem hingað til reyna að pota sínum manni til valda, en niðurstaða kosninganna er svo eindregin, að þeir ráða ekki við verkið. Niðurstaðan verður ríkisstjórn, sem mun eindregið krefjast þess, að innrásarliðið verði horfið úr landi fyrir lok þessa árs.