Íslenzkur strákur lenti í fangelsi í Brasilíu, því að hann lenti í flutningi fíkniefna. Lykilorð málsgreinarinnar eru: Lenti í. Ævinlega eru Íslendingar að lenda í einhverju, bara alveg óvart. Lenda í að vera tekinn í síðustu ferðinni með fíkniefni. Hér heima lenda menn einkum í að verða skuldugir upp fyrir haus. Ekki vegna þess að þeir hafi gert neitt sjálfir, nei biddu fyrir þér. Ekkert er mér að kenna. Nú heitir það forsendubrestur. Stundum áður lækkaði þó gengið um helming og vísitölur hoppuðu upp um helming. En þá voru ekki til hagsmunasamtök óráðsíu. Spakmælið er: Enginn er sinnar gæfu smiður.