Jón Gunnarsson þingmaður er dæmigerður svengdarmaður, sem óttast, að fá ekki grautinn á morgun. Ég vildi ekki hafa hann fyrir samningamenn, eftir að hafa horft á gagnrýni hans á kolefnisgjaldið. Með óðagoti af hans tagi hefur fram til þessa verið samið um stóriðju. Því fáum við sáralitla auðlindarentu. Í hvert sinn sem stóriðjan baular, ryðjast fram menn eins og Jón Gunnarsson og heimta fríðindi fyrir stóriðju. Er þó kolefnisgjald framför að evrópskri fyrirmynd. Ekki viljum við, að Ísland verði ruslakista evrópskrar mengunar. Það er vont, þegar Jónar Gunnarssynir fara á taugum í sambúð við stóriðju.