Leki tölvupósta diplómata er eins lítils virði og leki stríðspósta frá Írak og Afganistan var mikils virði. Stríðspóstanir sýndu okkur inn í marklaus stríð, sem Bandaríkin hafa tapað. Diplómatapóstarnir sýna inn í marklítinn heim manna, sem vita lítið um starf sitt. Meiri fengur verður í bankapóstum, sem leka núna í stríðum straumum inn á Wikileaks. Þið munið eftir lánabók Kaupþings sálaða. Við áttum alltaf eftir að sjá lánabók Landsbankans og Glitnis. Við fáum vonandi að sjá þær líka. Allt heimsins leyndó er stafrænt og það mun allt leka. Bylting nútímans felst í stafrænum gögnum gegnsæjum.