Lekar hleranir

Punktar

Símhleranir geta valdið ófyrirséðum vandræðum. Afritanir ítalskra símhlerana hafa lekið í dagblöðin og gert ýmsa valdamenn hlægilega fyrir klám og ljótt orðbragð. Um 100.000 símar eru hleraðir þar í landi, sem virðist ríflegt, þótt ná þurfi tökum á mafíunni. Þar í landi eins og annars staðar freistast menn til að láta tilganginn helga meðalið. En gera menn sér grein fyrir, að freistandi er að leka afritunum, svo sem raunin hefur orðið þar í landi? Hvernig bætir ítalska ríkið það tjón, er það veldur þeim, sem gerðir eru að fífli í afritunum símtala?