Leikriti forsetans lokið

Punktar

Fallin eru leiktjöld Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Eftir langvinna ást þjóðarinnar er hann skyndilega orðinn óvinsæll. Stuðningur við hann hefur hrunið með hruni þjóðarinnar. Margt af því, sem hann hossaði sér á, hefur snúizt gegn honum. Myndirnar af honum með útrásarvíkingum á þeysireið um heiminn, eru orðnar að búmerangi. Forseti útrásarvíkinga er orðinn að forseta fjárglæframanna. Tilraunir hans til að endurhanna ímynd sína hafa ekki tekizt. Frægðargræðgi hans við myndun nýju ríkisstjórnarinnar varð mörgum ljós. Leikriti Ólafs Ragnars Grímssonar er lokið.