Leika enn lausum hala

Punktar

Staða baráttunnar gegn hryðjuverkum á Vesturlöndum er sú, að 16 mánuðum eftir árásina á World Trade Center leika lausum hala þeir Osama bin Laden, foringi Al Kaída; Mohammed Omar, foringi Talíbans; og stríðsherrann Gulbuddin Hekmatyar, höfuðandstæðingur leppstjórnar Bandaríkjanna í Afganistan. Carlotta Gall segir í New York Times í gær, að flestir foringjar Al Kaída og Talíbans séu ýmist í Pakistan eða Afganistan, þar sem þeir halda uppi skærum gegn setuliðinu og leppstjórninni, svo og mannskæðum hryðjuverkum víða um heim. Margrómaðir yfirburðir Bandaríkjanna í hernaðartækni hafa ekki dugað til að draga úr hættu á hryðjuverkum á Vesturlöndum, enda framleiða Bandaríkin daglega nýja óvini sína og okkar með eindregnum stuðningi við hryðjuverkastjórn Ísraels.