Leiðigjarnt kynæði

Punktar

Natasha Walter segir í Guardian, að kynferðismál séu orðin svo fyrirferðarmikil og nærgöngul í afþreyingariðnaði, að fólk sé að fá leið á þeim. Hún talar um Alfred Kinsey kynlífsfræðing og byltingu hans, sem er efni nýrrar kvikmyndar. Hún skrifar um nýjar bíómyndir með opinskáum köflum. Hún vekur athygli á, að kynlífskaflar bíómynda séu í auknum mæli að verða grínkaflar þeirra, þar sem fjallað sé um tapara frekar en hetjur. Hún nefnir dæmi um bíómyndir með hallærislegu kynlífi, til dæmis Nine Songs. Hún telur, að kynlífsbyltingin sjálf sé komin í öngstræti.