Við þurfum strax að fá að vita, hvaða pólitíkusar fengu hvaða sértækar fyrirgreiðslur í bönkunum. Við þurfum að fá að vita það fyrir prófkjör. Því er ófært að hafa latan saksóknara bankahrunsins. Ólafur Þór Hauksson virðist bara raða skjölum. Hefur ekki sýnt neitt frumkvæði, hefur ekki kallað fyrir Davíð Oddsson. Sá fullyrti þó, að hann viti um nokkur hundruð aðila, sem hafi fengið sértæka fyrirgreiðslu. Brýnt er vita strax, hvaða pólitíkusar eru í þeim hópi. Ekki er nóg að frétta það eftir prófkjör. Fjölmiðlar þurfa að spyrja Ólaf Þór alvarlegra spurninga um vinnuhraða og vinnuplan hans.