Látum þá hata okkur

Punktar

Utanríkisstefna George W. Bush Bandaríkjaforseta og nánustu samstarfsmanna hans felst í latneska orðskviðnum: Oderint dum metuant. Látum þá hata okkur, ef þeir bara óttast okkur. Af heimsku og ábyrgðarleysi hefur ríkisstjórn hans eyðilagt margra áratuga uppbyggingu vináttu milli Bandaríkjanna annars vegar og hins vegar fyrrverandi bandamanna þeirra í Evrópu, í Miðausturlöndum og raunar um allan heim. Paul Krugman ræðir í New York Times um ógöngur hinnar nýju stefnu bandarískrar lítilsvirðingar á umheiminum, bandamönnum jafnt sem öðrum.