Framsóknarmenn eru fáir orðnir eftir. Flestir eru dánir eða flúnir. Til að bæta úr skák hafa framsóknarmenn gert ýmsa fræga menn að heiðursfélögum í flokknum. Guðni Ágústsson, forNmaður flokksins, gerði Gunnar á Hlíðarenda og Kára Sölmundarson að heiðursfélögum. Nú hefur framsóknarbloggarinn Hallur Magnússon gert Barack Obama að heiðursfélaga flokksins. Segir hann vera “gegnheilan” framsóknarmann. Þetta er hentug aðferð við að vinna gegn fylgisrýrnun, þegar borgarfylgið er komið niður í örfá þúsund. Innan fárra ára verða allir framsóknarmenn landsins annað hvort látnir eða útlendir.