Athygli vakti, að villikettir Vinstri grænna voru ekki viðstaddir umræðu um Evrópusambandið á Alþingi. Áhugi Lilju Mósesdóttur, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar á andstöðu við Evrópu náði ekki svo langt. Var það samt helzta ástæða stuðnings þeirra við vantraust á ríkisstjórnina. Fjarvera Atla og Ásmundar er að vísu í stíl við annað skeytingarleysi þeirra á þingi. Ásmundur Einar mætir til dæmis nánast ekki á nefndafundi og Atli er vikum og mánuðum saman í fríi. Þeir eru sennilega lötustu þingmenn landsins. Lilja er hins vegar ekki eins löt, þótt það nái ekki til umræðu um Evrópusambandið.