Láta ekki bjóða sér í dans

Punktar

Aumur er málflutningur Ögmundar Jónassonar og Kristínar Völundardóttur um sjálfsvígstilraun Mehdi Kavyan Poor. Tala um misskilning, hvaða misskilning? Hælisumsókn hans var hafnað, því að hann gat ekki framvísað vottorði frá pyndurum um, að hann hafi verið pyndaður. Ögmundur ráðherra og Kristín forstjóri eru ekki í lagi. Sömuleiðis þeir blaðamenn, sem létu undir höfuð leggjast, að kafa ofan í spurninguna um vottorðið. Siðlaus Útlendingastofnun starfar eftir kjörorði gamla forstjórans: “Við látum ekki bjóða okkur upp í þann dans að láta taka okkur í gíslingu með einhverjum hungurverkföllum.”