Laskaður róttæklingur

Punktar

Þeir eru nú orðnir sjö hershöfðingjarnir fyrrverandi, sem hafa lagt til, að Donald Rumsfeld stríðsráðherra verði rekinn fyrir að tapa Írak. Þeir vilja ekki, að hernum verði kennt um tapið, heldur vilja þeir, að sá fjúki, sem tók ekki neitt mark á reynslu hersins og keyrði ruglið áfram af óbilandi bjartsýni róttæklingsins. Rumsfeld er tákn hins stjórnlausa og sigurvissa hroka, sem einkennir “nýja íhaldið” í Bandaríkjunum. Eftir loftárásir hershöfðingjanna sjö segir Bloomberg.com í morgun, að hann sé varanlega laskaður.