Lánshæfismat skekur markaði

Punktar

Lánshæfismat Bandaríkjanna lækkaði í gær. Standard & Poor gaf út neikvæðar horfur ríkissjóðs í fyrsta skipti í sjö áratugi. Kom á óvart, því að umræðan hefur meira snúist um ríki í Evrópu, einkum Grikkland. Einkunnin hafði bein og snögg áhrif á markaði. Þar féllu vísitölur unnvörpum. Lánshæfismat hefur mikil áhrif, þótt það hafi áður reynzt vera skakkt. Íslenzku bankarnir gömlu fengu til dæmis fínt mat rétt áður en þeir féllu. En málið snýst minna um, hvort lánshæfismat sé rétt en hvort lánveitendur trúa á það. Og þeir trúa hikstalaust. Lægra mat þýðir hærri vexti og aukinn vanda við að kría út lán.