Lánshæfismat er dómur

Punktar

Fyrirtæki í lánshæfismati geta haft rangt fyrir sér. Moody’s, Standard & Poor’s og Fitch Ratings, öll með tölu. Væri þá vandi fjármálastofnana og fjárfesta. En vandi okkar snýst ekki um það, því að við erum að kría út lán. Vandi okkar snýst um, að erlendar fjármálastofnanir og fjárfestar trúa lánshæfismatinu eins og nýju neti. Fari lánshæfi Íslands í ruslflokk, þorna fjármagnslindir og vextir hækka á því litla fé, sem fæst. Þótt maður gangi undir manns hönd við að leiðrétta svokallaðan misskilning Moody’s, hefur það engin áhrif. Jafnvel virðulegri sendinefnd frá Advice mundi mistakast það.