Mogginn upplýsti um helgina, að höfundur marmaraskúrsins utan í Landsbankahúsinu hafi lýst yfir á fundi í félagi arkitekta fyrir aldarfjórðungi, að skúrinn sé hugsaður sem mótmæli við íhaldssaman arkitektúr Guðjóns Samúelssonar á Landsbankanum. Þetta munu þá vera einhver lengtstu mótmæli, sem sögur fara af. Skúrinn má líka hafa til marks um þá áráttu margra arkitekta að sparka í nánasta umhverfi verka sinna, samanber Morgunblaðshúsið og alla lóð Landspítalans, þar sem hver hver hallærisstíllinn tekur við af öðrum, en engum tekst að bæta það, sem fyrst var hannað.