Landsfundur í Þjóðmenningarhúsi

Punktar

Landsfundi Flokksins er að ljúka í Þjóðmenningarhúsi. Söguhetjurnar nánast allar máttarstólpar Flokksins. Sakborningur, dómarar, vitni, bankastjórar, kontóristar. Algert innanhússmál hálsbindaliðs Flokksins. Enda lýsti Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir yfir á fyrsta degi, að “ekkert” hefði verið hægt að gera til að verjast hruni. Ekki hægt að hindra Davíð í að skafa allan gjaldeyri úr Seðló og brenna hann í bönkunum. Sem hann hafði áður sagt vera gjaldþrota í bófaklóm. Né hindra Geir í að ábyrgjast innistæður í peningamarkaðsbréfum umfram lágmarkið. Samtals bara 500 milljarða náttúrulögmál. Eða Guðs vilji.