Landlæknir er að hefja rannsókn á hjartaáfalli og öðrum aukaverkunum gigtarlyfsins Vioxx hér á landi. Fimm manns hafa fengið hjartaáfall eftir notkun lyfsins. Í vor vannst íslenzkt skaðabótamál gegn öðrum framleiðanda annars lyfs, Lamictal. Lögfræðingurinn, sem vann það mál, vill kanna málaferli í Bandaríkjunum, þar sem þessi lyf og mörg önnur eru framleidd og þar sem skaðabætur eru margfalt hærri en í dómum hér á landi. Nýlega fékk bandarísk kona 16 milljarða króna í skaðabætur fyrir að nota Vioxx. Dómarinn taldi, að ekki hafi verið nægar aðvaranir á umbúðum lyfsins.