Við gerum greinarmun á landi, þjóð og ríki. Þjóðin býr í landinu og býr til ríki til að gæta hagsmuna. Á erlendum tungumálum rugla menn þessu oft saman. Ég sé til dæmis, að margir engilsaxneskir fjölmiðlar tala um land og þjóð og ríki sitt á hvað. Leiðir til misskilnings. Talað er um þjóðina Íslendinga sem skuldara, er eigi ekki að setja einhliða reglur um sólarlag á greiðslum. Hollenzkur ráðherra þykist hafa samið við ríkisstjórn Íslands, ekki Alþingi. Þótt ljóst sé, að Alþingi hefur fjárveitingavaldið, ekki stjórnin. Þjóðin skuldar engum neitt, þótt Alþingi hafi fallizt á að hjálpa fátæku Hollandi.