Laminn snigill skríður

Punktar

Gallinn við ríkisstjórnina er, að hún hreyfist með hraða snigilsins. Helzt þarf að lemja hana til góðra verka. Á löngum tíma nuddaðist hún til að gæta hagsmuna fátækra heimila, sem voru of skuldsett. Á löngum tíma verður hún lamin til að þjóðnýta auðlindir. Ekkert bendir til, að hægt verði að lemja hana til að setja lög á glæfra að hætti 2007. Hvar eru lög um aflandsfélög? Hvar eru lög um tölvuforrit lögfræðistofunnar Lex. Hvar eru lög um kúlulán? Lög um gild veð fyrir ofurskuldum? Lög um einkahlutafélög einstaklinga? Lög um ábyrgð endurskoðenda? Hvar er refsingin fyrir vanskilum ársreikninga?