Lamin til góðra verka

Punktar

Ríkisstjórnin þarf að sýna fórnardýrum hrunsins og erlendum málsaðilum, að henni sé alvara. Hún vilji sækja hrunstjórana til saka. Hún er grunuð um linkind. Sveltir efnahagsbrotadeild og embætti skattrannsóknastjóra, fækkar starfsfólki. Því aukast líkur eru á, að glæpamál fyrnist vegna seinagangs í vinnslu. Ríkisstjórnin var lamin til að taka við Evu Joly. Var lamin til að útvegna henni vinnuaðstöðu, svo og aðstoðarmanni hennar. Hvað eftir annað kemur í ljós, að stjórnin tregðast við að tryggja framgang réttlætis. Af hverju þarf ítrekað að lemja hana til góðra verka? Er eitthvað að hjá henni?