Lagatækni-fiff auðmanna

Punktar

Auðmenn telja sig geta komizt undan skuldadögum. Þeir hafi misnotað aðstöðu sína sem eigendur og vildarvinir banka. Þannig hafi þeim tekizt að búa svo um hnútana, að þeir þurfi ekki að endurgreiða lán. Þeim þykir það sniðugt lagatækni-fiff. Þeir þurftu væntanlega að hafa meðhjálpara í svindlinu. Einkum bankastjóra, bankaráð og bankasmenn, sem vanræktu hagsmuni bankanna. Meðhjálpararnir verða líklega allir dæmdir í margra ára fangavist. Ef lögin eru réttlát, verða auðmennirnir dæmdir á sama hátt. Brugguðu launráð um að misnota aðstöðu, sem kostuðu bankana þúsund milljarða. Sannir jöfrar.