Lagasmiðir falla í ómegin

Punktar

Nú á í þriðja skiptið að reyna að gera brot á gjaldeyrishöftum refsiverð. Alþingi er tvisvar í vetur búið að setja lög um það, án þess að það hafi tekizt. Nú er Alþingi að reyna það í þriðja skiptið. Því að lögmenn hafa ákveðið, að fyrri lög hafi ekki tekizt. Tímabært er, að Alþingi kanni, hvernig því tekst trekk í trekk að gera annað en það, sem það hyggst gera. Sumpart snýst vandinn um viðskiptaráðuneytið. Þar semja blýantsnagarar lagafrumvörp án þess að geta sett í þau refsiákvæði. Falla alltaf í ómegin, er kemur að þeim kafla. Þarf ekki að koma þeim embættismönnum á sjúkrahús?