Læra ekki af orkuæðinu

Punktar

Skil vel, að Tryggvi Þór Herbertsson kalli umhverfisráðherra skemmdarvarg fyrir að fara að lögum í virkjanamálum. Í Mishkin-skýrslunni sagði Tryggvi bankakerfið í fínum málum. Var bankastjóri Wernerssona og ráðgjafi Geirs Haarde. Partur af vandanum, hefur strikað yfir fortíð sína og er í afneitun. Verr á ég með að skilja samfylkingarfólk, sem telur umhverfisráðherra vera skemmdarvarg. Það góða fólk virðist ekkert hafa lært af átakanlegu samstarfi flokksins við IceSave-flokkinn, hrunflokkinn. Það skilur ekki, að orkuæðið var hluti af vandræðum okkar. Loftblöðrunni, sem var blásin upp og sprakk.